Framhaldsnámskeið tengiliða farsældar
Á framhaldsnámskeiði tengiliða farsældar verður byggt ofan á grunnnámskeið tengiliða farsældar og kafað enn dýpra ofan í hlutverkið og áskoranir sem því fylgja. Einnig verður farið yfir hagnýtar aðferðir og verkfæri sem tengiliðir geta nýtt í vinnu sinni með börnum og foreldrum. Í lokin eru nokkur dæmi þar sem tengiliðir fá tækifæri til að reyna sig áfram í lausn áskoranna sem börn og foreldrar geta glímt við.
Gert er ráð fyrir að áhorf myndbanda og ígrundun ítarefnis taki um það bil tvær klukkustundir í heildina.