Grunnnámskeið fræðslu tengiliða felur í sér grunnkynningu á farsældarlögunum og fjallað er ítarlega um hlutverk tengiliða farsældar. Einnig verður farið yfir það hvar hlutverk tengiliðar farsældar endar og málstjóri tekur við ásamt leiðbeiningum um það hvert skuli leita eftir ráðgjöf.
Gert er ráð fyrir að áhorf myndbanda og ígrundun ítarefnis taki um það bil tvær klukkustundir í heildina.